Opið hús í HraunholtinuAlmennt - - Lestrar 76
Fjölmargir gerðu sér ferð í Hraunholtið síðasta sunnudag til að skoða nýjar og glæsilegar íbúðir stéttarfélaganna, það er að Hraunholti 26 til 28.
Að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar formanns Framsýnar voru gestir ánægðir með íbúðirnar sem þegar hafa verið teknar í notkun en þær fóru í leigu í september til félagsmanna.
Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því, að aðeins hluti félagsmanna Framsýnar og Þingiðnar býr á Húsavík, þess vegna ekki síst eru þessar íbúðir kærkomnar þeim félagsmönnum sem búa fjarri Húsavík.
Þá eru þegar dæmi um að félagsmenn á Húsavík, sem eru að taka sýnar íbúðir í gegn, leigi íbúð á vegum stéttarfélaganna meðan þeir standa í framkvæmdum.