Óli leiðir lista VG í NorðausturkjördæmiAlmennt - - Lestrar 177
Óli Halldórsson mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningunum.
13.-15. febrúar fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðaustur-kjördæmi.
Valið var í efstu fimm sæti á fram-boðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti
12 voru í framboði
Á kjörskrá voru 1042
Atkvæði greiddu 648
Kosningaþáttaka var 62%
Auðir seðlar og ógildir voru 0