Óli Halldórs hættir við að leiða VG

Óli Hall­dórs­son, kjör­inn odd­viti Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Norðaust­ur­kjör­dæmi, hef­ur vikið frá áform­um sín­um um að leiða

Óli Halldórs hættir við að leiða VG
Almennt - - Lestrar 225

Óli Halldórsson.
Óli Halldórsson.

Óli Hall­dórs­son, kjör­inn odd­viti Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Norðaust­ur­kjör­dæmi, hef­ur vikið frá áform­um sín­um um að leiða lista hreyf­ing­ar­inn­ar í alþing­is­kosn­ing­un­um í sept­em­ber. 

mbl.is greinir frá þessu en Óli tilkynnti þetta á face­booksíðu sinni. 

Þar gef­ur hann þá skýr­ingu að al­var­leg veik­indi konu sinn­ar séu ástæða ákvörðun­ar­inn­ar og ósk­ar eft­ir að aðstæðum sín­um verði sýnd­ur skiln­ing­ur. 

„Al­var­leg veik­indi hafa komið upp hjá eig­in­konu minni, sem haft hafa í för með sér ófyr­ir­séðar áskor­an­ir. Í for­ystu­hlut­verk í póli­tík lands­mála fer maður ekki til smárra verka eða af hálf­um hug,“ seg­ir í til­kynn­ingu Óla.

Óli hef­ur beðist und­an því að ræða veik­indi eða mál­efni fjöl­skyldu sinn­ar frek­ar. 

Stjórn kjör­dæm­is­ráðs VG í Norðaust­ur­kjör­dæmi hef­ur gert það að til­lögu sinni breyt­ing á röðun list­ans til fram­boðs á Alþingi verði með þeim hætti að Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, leiði list­ann og Óli fær­ist í þriðja sæti hans. 

Efstu þrjú sæti list­ans verða þannig: 

  1. Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir
  2. Jó­dís Skúla­dótt­ir
  3. Óli Hall­dórs­son

Til­lag­an verður lögð fyr­ir kjör­dæm­is­ráð til samþykkta eft­ir helgi.

Sjá má til­kynn­ingu hans hér að neðan: 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744