05. feb
Ólafur Jóhann tekur slaginn með VölsungumÍþróttir - - Lestrar 27
Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson hefur skrifað undir samning við Völsung út árið 2025.
Ólafur Jóhann hefur verið fjarverandi úr boltanum vegna meiðsla en tók skónna fram að nýju í haust og hefur æft af dugnaði í vetur.
Ólafur Jóhann, sem verður 26 ára á árinu, á að baki 104 deildar- og bikarleiki fyrir Völsung og hefur skorað í þeim tíu mörk.