Nýtt hálvitaár að hefjast

Þingeyska stórsveitin Ljótu hálfvitarnir rís upp á nýju ári, þrútin af áti og sviðin eftir heimskulegar tilraunir með flugelda. Hálfvitarnir halda tvenna

Nýtt hálvitaár að hefjast
Aðsent efni - - Lestrar 121

Þingeyska stórsveitin Ljótu hálfvitarnir rís upp á nýju ári, þrútin af áti og sviðin eftir heimskulegar tilraunir með flugelda. Hálfvitarnir halda tvenna tónleika á Norðurlandi 2. og 3. janúar.

Laugardagskvöldið 2. janúar verða þeir að Ýdölum í Aðaldal. Þeir tónleikar hefjast kl. 21 og ættu að vera hæfilegur endapunktur á áramótagleðinni fyrir skemmtanaþyrsta Þingeyinga. Og fleiri ef færð leyfir. Helstu smellir verða spilaðir, ný lög kynnt og alls ekki loku fyrir það skotið að óbirtingarhæfjólalög fái að fljóta með.

Daginn eftir ætla Hálfvitarnir hinsvegar að vera öllu vatnsgreiddari og spila í tónlistarhúsi Eyfirðinga í Laugaborg kl. 16. Þá eru þeir ekki síst að hugsa um yngri kynslóðina af aðdáendum, en hljómsveitin hefur orðið þess vör að börn og unglingar hafa gaman af hálfvitagangnum. Of sjaldan gefastsamt tækifæri fyrir þennan hluta áhangenda að heyra og sjá fíflalætin.

En nú er sumsé lag.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744