12. jan
Nýr forstöðumaður Náttúrustofu NorðausturlandsAlmennt - - Lestrar 385
Þorkell Lindberg Þórarinsson lét af störfum sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands um áramót eftir 17 ár í starfi.
Þorkell Lindberg hefur, eins og kom fram á 640.is á sínum tíma, verið skipaður forstjóri Náttúru-fræðistofnunar Íslands til næstu 5 ára.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson hefur verið ráðinn í hans stað til eins árs en Aðalsteinn hefur verið starfs-maður Náttúrustofunnar frá árinu 2006 og er því öllum hnútum kunnur.
Á heimasíðu NNA er Aðalsteinn boðinn velkominn til starfa sem forstöðumaður og Þorkeli um leið óskað velfarnaðar í nýju starfi.