09. nóv
Ný vefasíða NorðurþingsAlmennt - - Lestrar 215
Ný vefsíða Norðurþings hefur verið tekin í noktun en á henni má finna ýmsar nýjungar sem nýtast íbúum sveitarfélagsins.
Svo sem:
- Ábendingagátt. Þar geta íbúar skilað inn ábendingum til sveitarfélagsins á einfaldan hátt og fylgigögnum sem á við.
- Rafrænt sorphirðudagatal. Þar stimpla íbúar inn heimilisfangið sitt og fá upplýsingar um næstu sorplosanir.
- Vöktun málanúmera. Hægt er að vakta ákveðin málanúmer og fá tölvupóst með afgreiðslu mála.
- Upptaka sveitarstjórnafunda. Í fundargerðum sveitarstjórnar er hægt að horfa á fundinn.
- Aðgengilegra viðmót
Vefsíðan er unnin af Stefnu og starfsmönnum sveitarfélagsins.