Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning.

Katrín sveitarstjóri og Jónas framkvæmdastjóri ÍFV
Katrín sveitarstjóri og Jónas framkvæmdastjóri ÍFV

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfs-samning. 

Í tilkynningu frá Norðurþingi segir að fyrri samningur hafi runnið út um síðastliðin áramót og núverandi samningur gildir út árið 2025

Samningurinn fjallar um að Völsungur fái fjárhagslegan stuðning til að bjóða börnum og unglingum skipulagt íþróttastarf undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda þar sem lýðheilsa og forvarnargildi íþrótta er höfð að leiðarljósi.

Einnig að hlúa að keppnis- og afreksíþróttafólki þannig að það geti náð sem bestum árangri.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að það sé ánægjuefni að endurnýja samninginn og ástæða er taka fram hversu vel gekk í samningaviðræðunum.

Samninginn má skoða hér

Aðsend ljósmynd

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744