Norðlensk þríþraut til styrktar Gísla Sverrissyni

Norðlensk þríþraut til stuðnings Gísla Sverrissyni.   Staður: Laugar í Reykjadal Stund:   Laugardagurinn 15. ágúst kl. 10:00     Norðlensk þríþraut verður

Norðlensk þríþraut til styrktar Gísla Sverrissyni
Aðsent efni - - Lestrar 496

Norðlensk þríþraut til stuðnings Gísla Sverrissyni.

 

Staður: Laugar í Reykjadal

Stund:   Laugardagurinn 15. ágúst kl. 10:00

 

 

Norðlensk þríþraut verður haldin í áttunda sinn í Þingeyjarsýslu og nú til stuðnings Gísla Sverrissyni, formanni Þríþrautarfélags Norðlendinga, sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir tæpu ári síðan.

Allur ágóði af þríþrautinni rennur til Gísla og fjölskyldu hans. Þeir sem vilja styrkja Gísla án þess að taka þátt í þrautinni geta lagt beint inn á söfnunarreikninginn hans.

Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069
Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216

Norðlensk þríþraut

Þríþrautarfélag Norðurlands stendur fyrir þrautinnni sem fer fram að Laugum í Reykjadal laugardaginn 15. ágúst og hefst kl. 10:00. Félagar Gísla Sverrissonar, á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri, aðstoða við undirbúning og framkvæmd þrautarinnar.

Hægt er að skrá sig í heila eða hálfa þríþraut og / eða einstakar greinar þrautarinnar. Þátttökugjald er 2.000 krónur og greiðist á staðnum. Skráning á netfangið kari@isfell.is

Heil þríþrautþ.e. ólympísk þríþraut felur í sér 1500 metra sund, 40 kílómetra hjólreiðar og 10 kílómetra hlaup.

Hálf þríþrautfelur í sér 750 metra sund, 20 kílómetra hjólreiðar og 5 kílómetra hlaup.

Synt verður í sundlauginni á Laugum og hjólað og hlaupið í Reykjadalnum.

Þríþrautin hefur verið vinsæl meðal áhugafólks sem keppir við sjálft sig á eigin forsendum og vill hjóla, synda og hlaupa sér til heilsubótar. Einnig hefur þrautin vakið athygli keppnisfólks víða um land. 

Gísli Sverrisson féll af hjóli sínu í byrjun september á síðasta ári þar sem hann var við æfingar ásamt félögum sínum frá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri.  Við fallið hlaut Gísli hryggbrot og alvarlegan mænuskaða. Afleiðingar slyssins eru þær að hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa.

Það er einlæg ósk okkar að sem flestir geti lagt Gísla lið með fjárframlagi. Þú ræður upphæðinni.  Það eina sem þú þarft að gera er að millifæra á söfnunarreikning fyrir Gísla. Reikningurinn er skráður á nafn og kennitölu Gísla.

Gísli Sverrisson: kt. 180561-7069
Reikningsnúmerið er: 0565-14-400216

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna og stuðninginn
Þríþrautarfélags Norðurlands
Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744