Nettó fer í miðbæinnAlmennt - - Lestrar 238
Samkaup hefur náð samningi við KSK eignir ehf. um leigu á Vallholtsvegi 8 á Húsavík.
Húsnæðið er miðsvæðis í bænum en áður voru uppi áform um að verslunin myndi færast í fyrirhugaðan verslunarkjarna rétt fyrir utan Húsavík.
Í tilkynningu frá Samkaupum segir að gert sé ráð fyrir afhendingu rýmisins á tímabilinu 2028 til 2030. Alls er um að ræða tæplega 1.400 fermetra rými með ásættanlegt magn bílastæða og góðu aðgengi.
„Við höfum um langt skeið leitað lausna á verslunarmálum á Húsavík. Núverandi húsnæði Nettó verslunar er of lítið og þröngt og því er þessi lausn afar ánægjuleg. Nú tekur við frekari hönnun og skipulag og innan fárra ára mun Nettó opna glæsilega verslun að Vallholtsvegi 8,“ er haft eftir Gunnari Agli Sigurðssyni forstjóra Samkaupa í tilkynningunni.