Nettó fer í miðbæinn

Sam­kaup hef­ur náð samn­ingi við KSK eign­ir ehf. um leigu á Vall­holts­vegi 8 á Húsa­vík.

Nettó fer í miðbæinn
Almennt - - Lestrar 238

Sam­kaup hef­ur náð samn­ingi við KSK eign­ir ehf. um leigu á Vall­holts­vegi 8 á Húsa­vík.

mbl.is greinir frá þessu.

Hús­næðið er miðsvæðis í bæn­um en áður voru uppi áform um að versl­un­in myndi fær­ast í fyr­ir­hugaðan versl­un­ar­kjarna rétt fyr­ir utan Húsa­vík.

Í til­kynn­ingu frá Sam­kaup­um seg­ir að gert sé ráð fyr­ir af­hend­ingu rým­is­ins á tíma­bil­inu 2028 til 2030. Alls er um að ræða tæp­lega 1.400 fer­metra rými með ásætt­an­legt magn bíla­stæða og góðu aðgengi.

„Við höf­um um langt skeið leitað lausna á versl­un­ar­mál­um á Húsa­vík. Nú­ver­andi hús­næði Nettó versl­un­ar er of lítið og þröngt og því er þessi lausn afar ánægju­leg. Nú tek­ur við frek­ari hönn­un og skipu­lag og inn­an fárra ára mun Nettó opna glæsi­lega versl­un að Vall­holts­vegi 8,“ er haft eft­ir Gunn­ari Agli Sig­urðssyni for­stjóra Sam­kaupa í til­kynn­ing­unni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744