Nemendur úr Borgarhólsskóla sýna á Hérna

Í vetur hefur hópur nemenda á unglingastigi Borgarhólsskóla farið í heimsóknir til fyrirtækja hér á Húsavík.

Nemendur úr Borgarhólsskóla sýna á Hérna
Almennt - - Lestrar 185

Í vetur hefur hópur nemenda á unglingastigi Borgarhóls-skóla farið í heimsóknir til fyrirtækja hér á Húsavík. 

Hugmyndin með því er að kynna fyrir nemendum þá starfsemi sem er til staðar á Húsavík sem og að undirbúa þau fyrir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum.

Verkefninu lauk síðan með því að hópurinn fór í heimsókn á kaffihúsið H é r n a.

Olga Hrund Hreiðarsdóttir annar eiganda kaffihússins fékk þá hugmynd að bjóða nemendunum að vera með listasýningu á verkum sínum þar hluta af desember.

Sú sýning er nú komin upp og er þar að líta verk sem flest eru tengd jólunum.

"Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum sem tóku á móti okkur og sérstaklega viljum við þakka Olgu á H é r  n a fyrir frábært samstarf" segja þau sem að sýningunni standa. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Fv. Hákon Logi Eggertsson, Logi Vilhjálmur Guðmundsson, Valdís Birna Daníelsdóttir og Vigfús William Arnarsson eru meðal þeirra sem sýna á kaffihúsinu HÉ R N A.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744