Mýsköpun-Tćkifćri til sóknarAđsent efni - - Lestrar 593
MýSköpun - þörungar og varmi
Föstudaginn 8. júní kl. 14.00 verður haldinn kynningarfundur í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit á möguleikum á nýtingu varma til þörungaræktunar.
Á undanförnum árum hafa menn í vaxandi mæli beint sjónum að ræktun og hagnýtingu þörunga til framleiðslu hráefna í ýmsar vörur. Þörungar framleiða m.a. prótein, fituefni, fjölsykrunga, litarefni og þráavarnefni svo eitthvað sé nefnt. Þörungar eru nú víða ræktaðir í stórum stíl og verðmætar afurðir þeirra er að finna í vörum allt frá rauða litnum í varalit yfir í fæðubótarefni, dýrafóður, eldsneyti og áburð. Í þörungaræktun felast því margvísleg tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar.
Þverfaglegt samstarf
Að frumkvæði sveitarstjórnarmanna í Skútustaðahreppi hafa undanfarið verið skoðaðir möguleika til ræktunar smáþörunga í Mývatnssveit. Fyrsta samantekt um ræktunarmöguleika og þörungategundir í Mývatni bendir til þess að hér sé um fýsilegan kosta að ræða. Eftirfarandi aðilar hafa lýst áhuga á að stofna einkahlutafélag um undirbúning: Skútustaðahreppur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landsvirkjun og landeigendur Reykjahlíðar og Voga. Á kynningarfundinum verður verkefnið kynnt heimaaðilum, fulltrúum nágrannasveitarfélaga og öðrum áhugasömum. Það er von þeirra sem unnið hafa að undirbúningi til þessa að í kjölfar hans kjósi fleiri aðilar að ganga til samstarfs um verkefnið. Lögð er áhersla á góða samvinnu og samstarf við þá sérfræðinga og fræðimenn sem þegar vakta lífríki Mývatns.
Samnýting auðlinda grundvöllur atvinnu, fræðslu og nýsköpunar
Áformað er að stofnfundur MýSköpunar ehf. verði 12. september og að starfsemi hefjist 1. október. Fyrsta verkefni MýSköpunar er að ganga frá ítarlegri starfs-, rannsóknar-, viðskipta- og rekstraráætlun sem byggir á sex megin stoðum:
- Ræktun smáþörunga
- Skimun eftir þörungum í Mývatni til ræktunar
- Framleiðslu á skilgreindum íblöndunarefnum
- Framleiðslu á neytendavörum.
- Þjónustu vegna rannsókna og sérfræðivinnu.
- Fræðslu og kynningu fyrir ferðamenn
MýSköpun, tækifæri til sóknar
MýSköpun snýst um að nýta nútíma tækni og varma frá virkjunum til ræktunar þörunga án þess að gengið sé á auðlindir svæðisins. Rannsóknir og fræðsla draga fram í dagsljósið og gera sýnilegt það fjölbreytta lífríki sem ekki sést með berum augum. Dagskrá fundarins. (Fréttatilkynning)