25. júl
Mynd dagsins - Vítakóngurinn HöskuldurMynd dagsins - - Lestrar 378
Mynd dagsins var tekin á leik Völsungs gegn Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag.
Í hálfleik var brugðið á leik með vítaspyrnukeppni þar sem börn undir 14 ára aldri fengu að taka þátt í, á milli stanganna stóð Inle Valdes markvörður Völsungs.
Keppnin var með útsláttarformi og stóð Höskuldur Ægir Jónsson uppi sem sigurvegari. Það eru einmitt hann og Valdes sem prýða mynd dagsins.
Af leiknum er það að frétta að gestirnir fóru með sigur af hólmi.
Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.