28. maí
Mynd dagsins - Varðskipið Þór við LundeyMynd dagsins - - Lestrar 227
Mynd dagsins var tekin út á Tjörnesi síðdegis í dag og sýnir varðskipið Þór við Lundey.
Áhöfnin á varðskipinu og starfsmenn Vegagerðarinnar sigla þessa dagana meðfram ströndum landsins vegna eftirlits á ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.
Í dag var skipið á Skjálfanda en þar má m.a finna vitana í Flatey, Lundey og Háey sem falla undir þann flokk.
Með því að smella á myndin er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
Varðskipið Þór við Lundey í dag.