Mynd dagsins - Þreföld skiptingMynd dagsins - - Lestrar 325
Mynd dagsins var tekin í lok bikarleiks Völsungs og Vals sem fram fór á Vodafone-vellinum á Húsavík í kvöld.
Undir lok leiks gerði Aðal-steinn Jóhann Friðriksson þjálfari Völsunga þrefalda skiptingu.
Inn á komu Hrefna Björk Hauksdóttir, Elísabet Ingvarsdóttir og Brynja Kristín Elíasdóttir. Þær eru allar nemendur í Borgarhólsskóla og fengu þarna að finna smjörþefinn af meistaraflokksfótbolta.
Af leiknum, sem var í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, er það að segja að Hlíðarendastúlkur fóru með öruggan sigur af hólmi. Komu knettinunum sjö sinnum í mark heimastúlkna sem náðu ekki að svara fyrir sig en rétt er að geta þess að Valur leikur í efstu deild.
Á mogun mun birtast myndaveisla frá leiknum hér á 640.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri uplausn.