Mynd dagsins - Þökulagning á aðventu

Mynd dagsins var tekin í desembersólinni í dag þegar Guðmundur Salómonsson húsasmíðameistari lauk við að leggja þökur á lóð hússins sem hann er að byggja

Mynd dagsins - Þökulagning á aðventu
Mynd dagsins - - Lestrar 302

Þökulagning á aðventunni.
Þökulagning á aðventunni.

Mynd dagsins var tekin í desembersólinni í dag þegar Guðmundur Salómonsson húsasmíðameistari lauk við að leggja þökur á lóð hússins sem hann er að byggja við Laugarbrekku.

Ekki hefðbundið aðventuverk það en Fanney Óskarsdóttir vann verkið með manni sínum og Benedikt Björnsson skrúðgarðyrkjumeistari fylgdist með allt væri gert upp á tíu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þökurnar komu frá Húsabakka í Aðaldal.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744