23. apr
Mynd dagsins - Sungið á Sumardaginn fyrstaMynd dagsins - - Lestrar 314
Mynd dagsins var tekin í dag, Sumardaginn fyrsta, þegar kór Húsavíkurkirkju söng fyrir íbúa og starfsfólk á dvalarheimilinu Hvammi.
Að sjálfsögðu var fyrirmælum almannavarna fylgt í hvívetna og höfð tveggja metra fjarlægð milli kórfélaga.
Kórnum stjórnaði Ilona Laido og um undirleik sáu Guðni Bragason og Unnsteinn Ingi Júlíusson. Þá flutti Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir heimilifólkinu sumarkveðju áður en kórinn hóf upp raust sína.
Kór Húsavíkurkirkju söng fyrir heimilismenn og starfsfólk dvalarheimilisins Hvamms í dag.
Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.