Mynd dagsins - Strandveiðibátar við bryggjuMynd dagsins - - Lestrar 295
Mynd dagsins var tekin við Húsavíkurhöfn í dag og sýnir strandveiðibáta við bryggju.
Strandveiðar máttu hefjast í dag 4. maí en bræla hamlaði því að þeir bátar sem tilbúnir voru til veiða færu út. 640.is er þó kunnugt um einn bát sem réri.
Á vef Fiskistofu segir í dag að mikill áhugi sé á strandveiðunum í ár:
Bátar með virk strandveiðileyfi nú fyrsta dag strandveiða, 4.maí, eru 331 talsins. Þeir eru 136 á A-svæði, 41 á B-svæði, 46 á C-svæði og 108 á D-svæði.
Alls höfðu borist 390 umsóknir í morgun og ætla má að margir byrji strandveiðar á morgun. Í upphafi strandveiða 2019 voru 249 bátar og enduðu þeir í 620 í lok sumars.
Í ár eru því 33% fleiri bátar að hefja strandveiðar en í fyrra.
Bræla hamlaði sjósókn í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.