29. júl
Mynd dagsins - Steyptu útveggi efri hæðarMynd dagsins - - Lestrar 378
Mynd dagsins var tekin í morgun þegar verið var að steypa útveggi efri hæðar í nýbyggingu við Laugarbrekku 23.
Eins og áður hefur komið fram á 640.is er Guðmundur Saló-monsson húsasmíðameistari að reisa þar tvíbýlishús.
Ásamt Guðmundi og hans mönnum voru þarna að verki Ómar Egilsson hjá Hóli ehf. sem hífði steypuna úr bíl frá Steinsteypi en honum stjórnaði Jónas Ásgrímsson.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.