17. okt
Mynd dagsins - Sr. Sighvatur kvaddi söfnuðinnMynd dagsins - - Lestrar 376
Mynd dagsins var tekin í Húsavíkurkirkju í dag þegar Sr. Sighvatur Karlsson kvaddi söfnuðinn í kveðjumessu.
Kirkjukórinn söng við messuna og um undirleik sá Judit György.
Sr. Sighvatur fór yfir ferilinn á léttum nótum en hann kom hingað til starfa árið 1986. Hann lét af störfum haustið 2020 eftir að hafa verið í ársleyfi.
Í lok messu voru Sr. Sighvatur og Judit leyst út með gjöfum frá sóknarnefnd .
Þá flutti Sr. Jón Ármann Gíslason ávarp og þakkaði sr. Sighvati þjónustuna og vináttuna í gegnum árin og færði honum kveðjugjöf.
Að lokinni messu var boðið upp á messukaffi í Bjarnahúsi.
Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.