12. apr
Mynd dagsins - Sólin roðagyllir flóannMynd dagsins - - Lestrar 293
Mynd dagsins var tekin í kvöld, á Páskadag rétt áður en sólin hneig til viðar við Skjálfanda.
Tekin af Stangarbakkanum og sýnir einmanalegt skip á spegilsléttum og roðagylltum flóanum.
Það styttist í að skipið verði tekið upp að Bökugarðinum þar sem skipað verður upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.
Einmanalegt skip á spegilsléttum flóanum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.