03. jún
Mynd dagsins - SápufroðurennibrautMynd dagsins - - Lestrar 363
Mynd dagsins var tekin í morgun á Sundlaugartúninu en þar hafði verið útbúin sápufroðurennibraut sem nemendur í Borgarhólsskóla renndu sér í.
Slökkvilið Norðurþings var mætt með vatnið, Húsa-smiðjan skaffaði plastið og Sundlaugin á Húsavík aðstöðuna.
Á myndinni eru þær Brynja Kristín Elíasdóttir og Þórdís O´Connor á fleygiferð niður brautina og skemmta sér hið besta eins og sjá má.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
Fleiri myndir HÉR.