28. maí
Mynd dagsins - RaufarhafnarkirkjaMynd dagsins - - Lestrar 184
Mynd dagsins var tekin á Raufar-höfn í dag og sýnir kirkju staðarins sem tekin var í notkun árið 1929.
Á vef Norðurþings segir m.a um kirkjuna: Raufarhafnarkirkja er steinkirkja, byggð árið 1928.
Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var tekin í notkun 1. janúar 1929.
Kirkjusmiður var Ingvar Jónsson. Raufarhafnarkirkja stendur í norðurenda kauptúnsins og er í nábýli við athafnasvæði smábátahafnarinnar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.