Mynd dagsins - Raðhús rísa í ReitnumMynd dagsins - - Lestrar 711
Mynd dagsins var tekin í gær og sýnir m.a. raðhúsin tvö sem Faktabygg Ísland er að reisa í Reitnum.
Raðhúsin standa við Grundargarð og Ásgarðsveg og eru byggð í samstarfi við Búfesti sem er húsnæðissamvinnufélag.
Á vef Framsýnar sagði fyrir nokkru:
"Höfðavélar sáu um jarðvinnu og Fakta Bygg Ísland sér um að reisa húsin. Um er að ræða tvö 6 íbúða raðhús úr einingum sem koma frá Fakta Bygg í Noregi en Fakta Bygg á Íslandi er dótturfélag fyrirtækisins. Fakta Bygg á Íslandi er í eigu Húsvíkingana Kristjáns Eymundssonar og Árna Grétars Árnasonar sem lengi hafa starfað og búið í Noregi. Aðaleigandi Fakta Bygg í Noregi er Kristján Eymundsson".
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.