Mynd dagsins - Pétur og PállMynd dagsins - - Lestrar 394
Mynd dagsins var tekin á ljósmyndasýningu Péturs Jónassonar í Safnahúsinu á Húsavík.
Eins og áður hefur komið fram á síðunni er Pétur, sem fagnaði áttræðisafmæli sínu þann 23. ágúst sl. með sýningu í tilefni þess að hann var valinn Listamaður Norðurþings árið 2020.
Myndin sýnir Pétur og Pál A. Pálsson ljósmyndara á Akureyri en Páll nam ljósmyndun hjá Pétri á árunum 1963 til 1966. Reyndar sá eini sem það hefur gert.
Palli ljósmyndari, eins og hann er jafnan kallaður, opnaði sína eigin stofu, Ljósmyndastofu Páls, á Akureyri þann 3. júní árið 1967.
Báðir eru þeir enn að störfum og ófáir Norðlendingarnir sem þeir hafa myndað í gegnum tíðina.
Með því að smella á myndina af Pétri og Páli er hægt að skoða hana í hærri upplausn.