Mynd dagsins - Nýja brúin yfir El Tajo

Mynd dagsins var tekin í fjallabænum Ronda sem er afar fallegur bær í Malagahéraaði og í honum búa u.þ.b. 36.000 íbúar.

Mynd dagsins - Nýja brúin yfir El Tajo
Mynd dagsins - - Lestrar 156

Nýja brúin yfir El Tajo gilið í Ronda.
Nýja brúin yfir El Tajo gilið í Ronda.

Mynd dagsins var tekin í fjallabænum Ronda sem er afar fallegur bær í Malaga-héraði og í honum búa u.þ.b. 36.000 íbúar.

Ronda stendur á stórum klettum og þykir bæjarstæði tilkomumikið en bærinn er einnig þekktur fyrir kirkjur og arabísk böð.

Hann er skorinn í tvennt af miklu gili Guadelvinárinnar, EL Tajo.

Myndin er tekin í gilinu sem skiptir bænum í Márahlutann Ciudad og kristna hlutann Mercadillo, en hann var byggður eftir að kristnir menn tóku borgina árið 1485.

Þrjár brýr eru yfir gilið, sú Rómverska, sú gamla og þessi nýja sem byggð var á 18. öld og er á myndinni.

Það var afar ánægjulegt að sækja Ronda heim og vel hægt að mæla með heimsókn þangað við þá sem leið eiga um Malagahérað.

Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Nýja brúin yfir El Tajogilið í Ronda var byggð á 18 öld.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744