Mynd dagsins - Maraþonhlaup um götur HúsavíkurMynd dagsins - - Lestrar 332
Mynd dagsins var tekin upp úr kl. 18:00 í dag og sýnir Heiðar Hrafn Halldórsson á hlaupum suður Stangarbakkann.
Á fésbókarsíðu Hlaupahópsins Skokka segir að hinn brosmildi og glaðlyndi bóndasonur af Nesinu ætli að hlaupa sitt sólómaraþon (42,2 km.) um götur Húsavíkur.
Hann hóf hlaupið frá Sundlaug Húsavíkur kl. 18:00 og stefnir að því að ljúka því á sama stað um kl. 21:30 .
Á síðunni segir einnig að hann þoli vel hvatningu sveitunga sinna meðan á hlaupinu stendur en á myndinni eru nokkrir félagar hans úr Skokka sem hlupu með honum fyrsta spölinn.
Heiðar Hrafn hleypur hér brosandi suður Stangarbakkann í síðdegissólinni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.