Mynd dagsins - Magnús Atli og Alekss dorguðu í vorblíðunni

Mynd dagsins var tekin fyrir helgi þegar veðrið lék við okkur hér á Húsavík.

Magnús Atli og Alekss dorguðu í blíðunni.
Magnús Atli og Alekss dorguðu í blíðunni.

Mynd dagsins var tekin fyrir helgi þegar veðrið lék við okkur hér á Húsavík.

Á henni eru bekkjarfélagarnir Magnús Atli Fannarsson og Alekss Kotlev fram á Nökkvanum.

þar sátu þeir og dorguðu þegar ljósmyndari 640.is átti leið um.

Aflinn var reyndar enginn en Magnús Atli var bjartsýnin ein. Sagði þetta vera í fyrsta skipti þetta vorið sem þeir reyndu fyrir sér með stöngina svo enn væri von.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744