20. ágú
Mynd dagsins - Lúxussnekkja lætur úr höfnMynd dagsins - - Lestrar 339
Mynd dagsins var tekin í morgun þegar lúxussnekkjan Horizons III lét úr höfn á Húsavík.
Þetta var í annað skipti í sumar sem snekkjan hafði viðdvöl á Húsavík en hún er um 71 metrar að lengd og 14 metra breið.
Um borð í snekkjunni, sem var smíðuð árið 2008, eru sjö káetur sem rúma 18 gesti en henni fylgir einnig 22 manna áhöfn.
Hér má lesa nánar um snekkjuna
Lúxussnekkjan Horizons III í morgunblíðunni með starfsmenn Húsavíkurhafnar í forgrunni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.