10. jan
Mynd dagsins - Kuldalegt á höfðanumMynd dagsins - - Lestrar 251
Mynd dagsins var tekin um hádegisbil í Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða en þar var allt í klakaböndum nema laugarnar sjálfar.
Svo virtist sem allt pus helgarinnar hafi frosið þar fast enda var hamagangurinn víst mikill aðfaranótt föstudagsins og fram á laugardag.
Ekki var unnt að opna Sjóböðin í dag frekar en í gær af öryggisástæðum enda fyllsta öryggis gætt þar á bæ.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.