25. nóv
Mynd dagsins - Jólatréð kemur af ÁlfhólnumMynd dagsins - - Lestrar 379
Mynd dagsins var tekin í mið-bænum í dag þegar verið var að koma jólatré Húsvíkinga á sinn stað.
Jólatréð í ár kemur úr garðinum við Álfhól 3 og virðist hið fallegasta tré.
Það voru Heiðar Smári Þorvaldsson og Snorri Sigurðsson starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Norðurþings sem voru að föndra við tréð þegar ljósmyndara 640.is bar að garði.
Með því að smella á myndina má sjá hana í hærri upplausn.