21. jún
Mynd dagsins - Horft á fótbolta úr brekkunniMynd dagsins - - Lestrar 408
Þá er boltinn farinn að rúlla mörgum til gleði, en mynd dagsins var tekin í dag á leik kvennaliðs Völsungs og Keflavíkur.
Myndin sýnir Þórstein Glúmsson frá Vallakoti í Reykjadal hvar hann situr í sóleyjarhafi við niðri enda gamla kirkjugarðsins og horfir á leikinn.
Það er skemmst frá því að segja að gestirnir fóru heim með öll stigin þrjú í farkestinu. Skoruðu fjögur mörk án þess að heimakonur næðu að svara fyrir sig.
Þórsteinn Glúmsson frá Vallakoti horfir hér á leik Völsungs og Keflavíkur í Lengjudeild kvenna.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.