Mynd dagsins - Hobbý hestamót í höllinni

Mynd dagsins var tekin í íþróttahöllinni í gærmorgun þegar Hagsmunasamtök barna á Húsavík hélt svokallað hobbýhestamót.

Mynd dagsins - Hobbý hestamót í höllinni
Mynd dagsins - - Lestrar 143

Arnheiður María
Arnheiður María

Mynd dagsins var tekin í íþróttahöllinni í gærmorgun þegar Hagsmunasamtök barna á Húsavík hélt svokallað hobbýhestamót.

Það var hin átta ára Arnheiður María Hermannsdóttir sem átti hugmyndina að mótinu og tóku á þriðja tug barna þátt í því.

Börnin sem tóku þátt í mótinu fengu að útbúa sína eigin hesta í FabLab Húsavík og riðu síðan á þeim um þrautabraut.

Á myndinni er Arnheiður María á fleygiferð um brautina á sínum fák. 

Ljósmynd Hafþór

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744