Mynd dagsins - Hjólfarar norðursins

Mynd dagsins var tekin um átta leytið í kvöld þegar Hjólfarar norðursins, eins og þeir kalla sig, komu í bæinn eftir langan og strangan dag á fjöllum.

Mynd dagsins - Hjólfarar norðursins
Mynd dagsins - - Lestrar 381

Mynd dagsins var tekin um átta leytið í kvöld þegar Hjólfarar norðursins, eins og þeir kalla sig, komu í bæinn eftir langan og strangan dag á fjöllum.

Þetta voru þeir Trausti Jón Gunnarsson og Gunnlaugur Sveinbjörnsson ásamt Agnari Kára Sævarssyni.

Þeir Trausti Jón og Gunnlaugur hófu ferðina fyrir fimm dögum á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi og settu stefnuna austur á Dalatanga, samtals 1114 km. leið.

Agnar Kári bættist svo í hópinn í fyrradag á Kverkfjallaleið og saman fóru þeir á hjólunum þaðan að Dalatanga.

Þaðan keyrðu þeir svo heim í dag og endaði ferðin í 1500 km. og voru kapparnir hæstánægðir með ferðina.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744