Mynd dagsins - Haustverkin í skrúðgarðinum

Mynd dagsins var tekin í skrúðgarðinum við Búðará í gær.

Mynd dagsins - Haustverkin í skrúðgarðinum
Mynd dagsins - - Lestrar 166

Hans Egil Storheim á leið yfir brúnna.
Hans Egil Storheim á leið yfir brúnna.

Mynd dagsins var tekin í skrúðgarðinum við Búðará í gær.

Þar hitti ljósmyndari 640.is á Hans Egil Storheim sem var þar við vinnu sína.

Umhirða skrúðgarðsins er mikið verk og undanfarna daga hafa þeir Hans Egil og Heiðar Smári Þorvaldsson hjá Þjónustustöð Norðurþings verið að grisja tré í honum.

Hans Egil, sem er starfsmaður við Íþróttahöllina á Húsavík, hefur undanfarin sumur og með vöktum í höllinni unnið í skrúðgarðinum. 

Hann segist þó ekki vera einn um verkin því systkinin Kasper Jan og Júlía Rós Róbertsbörn hafi haft þar sumarvinnu undanfarin ár.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Hans Egil hress að vanda.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744