15. jan
Mynd dagsins - Glitský á himniMynd dagsins - - Lestrar 62
Glitský hafa verið áberandi á himni að undanförnu og engin breyting þar á í dag.
Mynd dagsins var tekin á Húsavíkurhöfða nú síðdegis en á Vísindavefnum má fræðast um Glitský.
Þar segir m.a. að Glitskýin séu ákaflega fögur og marglit ský sem myndast í heiðarhvolfinu, oft í um 15-30 km. hæð.
Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.
Lesa má meira um Glitský á Vísindavefnum