26. mar
Mynd dagsins - Gengið eftir bakkanum í éljakófiMynd dagsins - - Lestrar 328
Eftir snjókomu næturinnar hefur gengið á með éljum á Húsavík í dag en vindur verið hægur.
Mynd dagsins var tekin á Stangarbakkanum og sýnir fólk á gangi eftir stígnum nýja í éljakófi.
Þarna voru á ferðinni heiðurs-hjónin Ingimar læknir og Sigríður Birna Ólafsdóttir sem létu veðrið ekki aftra sér frá sínum daglegu gönguferðum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.