Mynd dagsins - Frímann kokkur með sýningu á H é r n a

Mynd dagsins var tekin á kaffihúsinu H é r n a í dag þegar Frímann Sveinsson kokkur opnaði sýningu á vatnslitamyndum.

Mynd dagsins - Frímann kokkur með sýningu á H é r n a
Mynd dagsins - - Lestrar 242

Frímann Sveinsson.
Frímann Sveinsson.

Mynd dagsins var tekin á kaffihúsinu H é r n a í dag þegar Frímann Sveinsson kokkur opnaði sýningu á vatnslitamyndum. 

Sýningin ber heitið Ástin og lífið og eru myndirnar, sem Frímann málaði sl. sumar, mismunandi tilbrigði við sama mótíf.

Frímann hefur búið á Húsavík í 30 og starfað sem matreiðslu-meistari.

Hann hefur í tómstundum sínum spilað á gítar og málað með vatnslitum.

Frímann hefur haldið fjölda sýninga hér á Húsavík og víðar en sýningin á kaffihúsinu H é r n a verður opin næstu fjórar vikurnar.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744