13. júl
Mynd dagsins - Framkvæmdir í gilinuMynd dagsins - - Lestrar 494
Það verður gaman að fara gilið eftir daginn í dag.
Eins og mynd dagsins sýnir er breytinga að vænta í Árgilinu.
Það var í maí sl. sem íbúar við Árgötu 6 og 8, óskuðu eftir því við Skipulags- og fram-kvæmdaráð Norðurþings að nauðsynlegar lagfæringar verði gerðar á vegi um Árgil svo hindra mætti að vegryk berist yfir svæðið í þurru veðri.
Skipulags- og framkvæmdaráð fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta klæða veg um Árgil með bundnu slitlagi frá gatnamótum Garðarsbrautar að gatnamótum Suðurfjöruvegar. Kostnaður vegna þeirrar framkvæmdar er lauslega metinn á 2 mkr.
Og það var nú undir kvöld sem framkvæmdir hófust við verkið og var þessi mynd tekin fyrir stundu.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.