27. okt
Mynd dagsins - Framkvæmdir hafnar við nýjan golfskálaMynd dagsins - - Lestrar 375
Mynd dagsins var tekin í dag og sýnir að framkvæmdir við nýjan golfskála Golfklúbbs Húsavíkur eru hafnar.
Skálinn, sem er um 300 fermetrar að stærð, er fluttur inn af Belkod og sér Trésmiðjan Rein um að reisa hann.
Eins og sjá má á myndinni er komin vegtenging við Holtahverfið en skálinn á að vera tilbúinn til notkunar fyrir sumarið 2023.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.