15. okt
Mynd dagsins - Fengu sér frískt loft í síðdegissólinniMynd dagsins - - Lestrar 460
Mynd dagsins var tekin á gatna-mótum Vallholtsvegar og Ketilsbrautar í dag.
Þar sátu þær systur, Björg og Aldís Friðriksdætur og nutu síðdegissólarinnar. Björg, eða Bibba eins og hún er nú jafnan kölluð, býr á Hvammi og Aldís í Miðhvammi.
"Við erum í gönguferð, þurftum að fá okkur súrefni " sagði Aldís og eftir að ljósmyndari hafði gert grein fyrir sér, hverra manna hann væri og svoleiðis, var auðsótt mál að fá að taka af þeim mynd.
Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.