Mynd dagsins - Esja og ÓpalMynd dagsins - - Lestrar 147
Mynd dagsins var tekin í kvöld þegar seglskútan Esja kom til Húsavíkur og sigldi inn í höfnina á sama tíma og skonnortan Ópal.
Það er hópur kvenna sem kallar sig Seiglurnar siglir Esju í hringferð í kringum landið og létu þær úr höfn í Reykjavík 11. júní síðastliðinn.
Markmið ferðarinnar er að efla konur í siglingum og vekja athygli á umhverfi hafsins. Sex manna föst áhöfn er á Esju en fjórar konur bætast við á hverjum legg. Alls 29 þátttakendur voru valdir úr hópi yfir hundrað kvenna sem láta siglingar og umhverfismál sig varða.
Hægt er að fylgjast með Seiglunum á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.