24. júl
Mynd dagsins - Druslugangan á HúsavíkMynd dagsins - - Lestrar 403
Mynd dagsins var tekin í dag þegar Druslugangan var gengin öðru sinni á Húsavík.
Aldey Traustadóttir, ein þeirra sem standa að göngunni, segir á mbl.is að gangan hafi tekist mjög vel.
Gangan var gengin frá sundlaug Húsavíkur að Borgarhólsskóla þar sem Silja Rún Reynisdóttir, Brynhildur Sverrisdóttir og Arnþór Þórsteinsson fluttu ræður og ljóð. Valdís Jósepsdóttir flutti síðan söngatriði. „Það var bara ótrúlega góður stemmari,“ segir Aldey m.a á mbl.is.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.