Mynd dagsins - Dramatík á lokamínútunum

Það voru dramatískar loka­mín­út­urnar í síðari leik Völsungs gegn Fjölni í undanúr­slit­um úr­slita­keppni 2. deild­ar sem fram fór á Húsavíkurvelli í

Mynd dagsins - Dramatík á lokamínútunum
Mynd dagsins - - Lestrar 341

Það voru dramatískar loka­mín­út­urnar í síðari leik Völsungsgegn Fjölni í undanúr­slit­um úr­slita­keppni 2. deild­ar sem fram fór á Húsavíkurvelli í gær. 

Fjöln­ir vann fyrri leik­inn 2-0 í Grafar­vog­in­um um síðustu helgi og því þurftu heimastúlkur að vinna með þriggja marka mun.

Samara Martins kom Völsungum yfir á 10. mín­útu þanni var staðan þegar um stund­ar­fjórðung­ur var eft­ir af leikn­um. Sarah Elnicky þá tvö mörk á inn­an við einni mín­útu og Völsungar komnir í 3:0 og 1. deild­ar­sætið innan seilingar.

Fjöln­ir minnkaði hinsvegar mun­inn á 89. mín­útu þegar Hrafnhildur Árnadóttir skoraði glæsilegt mark með skoti fyr­ir utan teig. 

Sara Montoro slapp í gegn og innsiglaði sigur Fjölnis á ann­arri mín­útu upp­bót­ar­tíma.

Loka­töl­ur því 3-2 Völsungi í vil en Fjölnir vann 3-4 sam­an­lagt og 1. deildarsætið þeirra.

Mynd dagsins sýnir Aðalstein Jóhann Friðriksson þjálfara Völsungs hughreysta leikmann að leik loknum enda vonbrigðin mikil.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744