Mynd dagsins - Dagmar Aaen á leið í sleðannMynd dagsins - - Lestrar 231
Mynd dagsins var tekin við Naustagarð í morgun þegar þýska kútterinn Dagmar Aaen var á leið í sleðann hjá Húsavíkurslipp.
Kútterinn er í eigu þýska heimskautafarans og land-könnuðurins Arved Fuchs og er ekki með öllu ókunnur hér á Húsavík.
Hafði m.a vetursetu í Húsavíkurhöfn fyrir nokkrum árum. Þá kom hann á siglingahátíðina sem haldin var hér sumarið 2011.
Dagmar Aaen var byggð til fiskveiða árið 1931 í Esbjerg í Danmörku. Hún er sterkbyggð og vel fallin til siglinga í norðurhöfum. Arvid Fuchs keypti kútterinn fyrir þrjátíu árum eftir að hætt var að nota hann til fiskveiða. Hann gerði breytingar á honum svo hann henti til heimskautasiglinga og hefur síðan haldið í leiðangra víða um heimshöfin.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.