Mynd dagsins - Dønnalaks náði í fyrstu laxaseiðin úr RifósiMynd dagsins - - Lestrar 225
Mynd dagsins var tekin í vikunni þegar norski brunnbáturinn Dønnalaks kom til Húsavíkur að ná í laxaseiði.
Um er að ræða fyrstu laxaseiðin sem sem framleidd eru í eldisstöð Fiskeldis Austfjarða, Rifósi, í Kelduhverfi.
Í frétt Morgunblaðsins í dag segir m.a:
Brunnbáturinn Dønnalaks sótti 170 þúsund seiði til Húsavíkur og verða þau sett út í kvíar í Berufirði. Seiðin voru flutt með tankbíl úr Kelduhverfi og dælt í brunnbátinn.
Fiskeldi Austfjarða keypti eldisstöðina og er að byggja hana upp sem og seiðaeldisstöð við Kópasker. Bleikja hefur aðallega verið alin í Rifósi undanfarin ár en því verður hætt og byrjað er að framleiða laxaseiði þar í staðinn.
Guðmundur Gíslason stjórnarformaður segir að búið sé að byggja 1.700 fermetra eldishús með stórum tönkum. Ætlunin sé að byggja upp framleiðslugetu fyrir fjórar milljónir seiða.
Segir Guðmundur að mikil þekking sé á svæðinu því þar hafi lengi verið stundað fiskeldi. Einnig mikið af vatni.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.