06. ágú
Mynd dagsins - CalypsoMynd dagsins - - Lestrar 272
Mynd dagsins var tekin í morgun þegar lúxussnekkjan Calypso lét úr höfn á Húsavík.
Calypso, sem kom til Húsavíkur í gærkveldi, siglir undir fána Caymaneyja og er með heimahöfn í Georgetown.
Calypso hét Solimar og var smíðuð í Amels í Hollandi árið 2003. Hún er 61,5 metrar að lengd, breidd hennar er 10,6 metrar og um borð eru sex lúxuskáetur ásamt stórri hjónasvítu.
Fimmtán manna áhöfn er um borð í Calypso se getur náð 15,5 sjómílna hraða en hún er knúin áfram af tveimur 2600 hestafla Caterpillar dieselvélum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.