11. apr
Mynd dagsins - Báturinn bundinn að loknum róðriMynd dagsins - - Lestrar 380
Mynd dagsins er af Sigurði Kristjánssyni grásleppusjómanni hvar hann bindur bát sinn að loknum róðri í dag.
Sigurður, sem rær einn á báti sínu Ósk ÞH 54, lagði grásleppunetin loksins í vikunni en þrálát ótíð hefur hamlað því að bátar frá Húsavík hafi byrjað veiðar.
Leggja mátti netin 10. mars en aðeins Aþena ÞH 505 lagði í mars en nú hafa sjö bátar hafið veiðar.
Sigurður á Óskinni dró í gær og dag samanlagt 66 net sem gáfu um 1300 kg. af grásleppu og var hann bara sáttur við byrjunina.
Sigurður bindur bát sinn að loknum róðri.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.