10. ágú
Mynd dagsins - Á skaki með afaMynd dagsins - - Lestrar 585
Mynd dagsins var tekin við Húsa-víkurhöfn í dag þegar strandveiði-bátarnir voru að koma að landi eftir róður dagsins.
Myndin sýnir Birgi Sævar Víðisson sem hefur að undanförnu róið með afa sínum Guðmundi A. Jónssyni en hann gerir Jón Jak ÞH 8 út á skakið.
Annars var það að heyra á köllunum að strandveiðum fari senn að ljúka þetta árið, lokið verði við að veiða það sem í pottinum er í byrjun næstu viku.
Birgir Sævar, sem fer í 9. bekk Borgarhólsskóla í vetur, um borð í Jóni Jak í dag en með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.