Minnast nemandans sem lést

Maður­inn sem lést af slys­för­um 2. fe­brú­ar síðastliðinn við Fram­hald­skól­ann á Laug­um hét Krist­inn Aron Curt­is Arn­björns­son.

Minnast nemandans sem lést
Almennt - - Lestrar 99

Maður­inn sem lést af slys­för­um 2. fe­brú­ar síðastliðinn við Fram­hald­skól­ann á Laug­um hét Krist­inn Aron Curt­is Arn­björns­son.

Krist­inn, sem var nítj­án ára gam­all, lést eft­ir að hafa orðið fyr­ir bíl. Hann hafði verið að renna sér niður brekku sem ligg­ur nærri vegi upp að skól­an­um.

Hald­in verður minn­ing­ar­at­höfn í matskal skól­ans klukk­an tvö á morgun, föstu­dag. Séra Þorgrím­ur Daní­els­son sókn­ar­prest­ur mun leiða minn­ing­ar­at­höfn­ina, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu skól­ans. (mbl.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744